Það er í lagi að láta sig dreyma

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður í eldlínunni með íslenska liðinu á …
Gísli Þorgeir Kristjánsson verður í eldlínunni með íslenska liðinu á komandi heimsmeistaramóti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn einu sinni er karlalandsliðið í handbolta gleðigjafi og helsta umræðuefni janúarmánaðar hjá íslensku þjóðinni.

Í 25. skipti af 26 mögulegum frá aldamótum er liðið mætt til leiks á HM eða EM og á 28. stórmótið á 21. öldinni þegar Ólympíuleikarnir eru taldir með.

Þrettán sinnum á þessum 28 mótum sem eru að baki hefur liðið endað í tíunda sæti eða ofar.

En nú eru liðin fimmtán ár síðan liðið komst á verðlaunapallinn á EM í Austurríki og alla tíð síðan hefur draumurinn um fleiri verðlaun lifað.

Það er í lagi að láta sig dreyma en samt ráðlegt að vera með fæturna á jörðinni. Í dag yrði það virkilega góður árangur að komast í átta liða úrslit og allt fram yfir það væri bónus.

Íslenska liðið er tiltölulega heppið með staðsetningu sína í riðla- og milliriðlakeppninni því það getur komist í átta liða úrslit án þess að mæta neinu af allra bestu liðum heims.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert