Sveinn Jóhannsson var ekki í HM-hópi Íslands þegar landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson kynnti hópinn fyrir áramót. Meiðsli Arnars Freys Arnarssonar urðu hins vegar til þess að Sveinn var kallaður inn í hópinn.
Sveinn var á leiðinni í flug til Þrándheims í Noregi þar sem hann spilar með Kolstad. Hann lagði sit eftir flugið og var snöggur upp í næstu flugvél til Svíþjóðar til móts við landsliðið.
„Við konan fórum heim til Þrándheims, pökkuðum í töskurnar og skipulögðum okkur þannig að hún færi aftur heim til Íslands. Ég fór síðan strax morguninn eftir til Kristianstad. Þegar landsliðið hringir er maður klár.
Maður er orðinn vanur löngum ferðalögum í vetur, þar sem ég hef verið að spila í Meistaradeildinni. Maður tekur á sig fjögurra tíma svefn til að mæta í landsliðið. Það er ekkert stórmál,“ sagði Sveinn við Morgunblaðið.
Nánar er rætt við Svein í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.