Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti í gær þegar Ísland vann stórsigur gegn Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í Zagreb í Króatíu.
Leiknum lauk með 13 marka sigri Íslands, 34:21, en Þorsteinn Leó er að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.
Stórskyttan, sem er 22 ára gömul, er samningsbundin Porto í efstu deild Portúgals en hann er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og hélt út í atvinnumennsku síðasta sumar.
Þorsteinn Leó skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka í gær, sláin inn, en myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.
Þorsteinn Leó með sitt fyrsta mark á mótinu! 🔨 pic.twitter.com/Zik7M8VEc9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2025