Aron Pálmarsson landsliðsfyrirliði lét oftar en einu sinni í sér heyra á þeim skamma tíma sem hann var á vellinum gegn Kúbu á HM í handbolta á laugardagskvöld þegar Kúbumenn létu hann finna fyrir því.
„Ég var ekki endilega pirraður út í þá heldur dómarana. Þeir fóru í andlitið á mér og Gísla í sama atvikinu nánast. Það var ekkert dæmt. Þá verður maður aðeins að láta í sér heyra.
Ég var ekki pirraður út í þá. Mér fannst dómararnir bara gera illa í að vernda leikmennina. Smá tilfinningar eru hluti af leiknum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við mbl.is.