Ísland fékk fullt hús stiga í sínum riðli á HM í Króatíu og er það í fjórða skipti sem Ísland nær því á stórmóti A-landsliða.
Á HM hefur Ísland einu sinni tekist það áður og þá voru reyndar fimm leikir í riðlinum. Var það á HM í Svíþjóð árið 2011 þar sem Ísland lagði Ungverjaland, Japan, Brasilíu, Austurríki og Noreg að velli. Ísland hafnaði í 6. sæti á mótinu.
Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson voru þá báðir í liðinu. Sem og þjálfararnir Snorri Guðjónsson og Arnór Atlason.
Árið eftir á Ólympíuleikunum 2012 vann Ísland einnig alla fimm leikina í riðlinum. Þá vann Ísland lið Argentínu, Túnis, Svíþjóðar, Frakklands og Bretlands. Ísland féll úr keppni í 8-liða úrslitum eftir tvíframlengdan leik gegn Ungverjalandi.
Einu sinni hefur Ísland náð fullu húsi stiga í lokakeppni EM og var það í Ungverjalandi árið 2022. Ísland vann þá Portúgal, Holland og Ungverjaland en mikil spenna myndaðist í riðlinum. Ísland vann heimamenn í þriðja leiknum eftir mjög jafnan leik fyrir framan 21 þúsund manns í nýrri höll í Búdapest. Hefðu Ungverjar unnið hefði Ísland þurft að fara heim. Ísland hafnaði í 6. sæti á mótinu.
Nú vann Ísland lið Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu eins og kunnugt er.