Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á Rúv, varð orðlaus í beinni útsendingu í leik Íslands og Slóveníu í lokaumferð G-riðils heimsmeistaramótsins í Zagreb í kvöld.
Leiknum lauk með fimm marka sigri Íslands, 23:18, en Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í markinu hjá íslenska liðinu.
Markvörðurinn varði alls 16 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, og var hann með 48,6 prósent markvörslu.
Viktor Gísli varði frábærlega frá Kristjan Horzen, línumanni Slóveníu, þegar tæplega átta mínútur voru til leiksloka í stöðunni 21:13, Íslandi í vil.
„Ég á engin orð lengur til þess að lýsa þessum herramanni,“ sagði Einar Örn í beinni útsendingu.
„Ég er gjörsamlega orðlaus yfir frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar og íslensku varnarinnar,“ sagði Einar Örn en myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Viktor hættir bara ekki að verja! „Ég á engin orð lengur til að lýsa þessum herramanni“ segir @ranienro pic.twitter.com/Q1buJbGDgz
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 20, 2025