Viktor Gísli fékk innilegt faðmlag frá utanríkisráðherra

Viktor Gísli Hallgrímsson var útnefndur maður leiksins í leikslok og …
Viktor Gísli Hallgrímsson var útnefndur maður leiksins í leikslok og fékk innilegt faðmlag frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. mbl.is/Eyþór

Viktor Gísli Hallgrímsson fékk innilegt faðmlag frá utanríkisráðherranum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eftir frammistöðu sína með íslenska karlalandsliðinu í handknattleik í Zagreb í gærkvöld.

Íslenski markvörðurinn lokaði markinu á löngum köflum í fimm marka sigri Íslands gegn Slóveníu, 23:18, í lokaumferð G-riðils keppninnar en með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og sæti í milliriðli fjögur með fullt hús stiga.

Viktor Gísli varði alls 16 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, og var markvörðurinn með 49 prósent markvörslu í leiknum.

Hann var útnefndur maður leiksins í leikslok og Þorgerður Katrín afhenti Viktori Gísla viðurkenninguna, og faðmaði hann svo innilega, en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert