Ísland mætir Egyptalandi á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld klukkan 19.30 í fyrsta leik liðanna í milliriðli. Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson er spenntur fyrir krefjandi verkefni fyrir íslenska liðið.
„Þeir hafa sýnt undanfarin ár að þeir eru með hörkulið. Þeir eru með þvílíka leikmenn. Þetta eru miklir og sterkir íþróttamenn sem kunna handbolta vel.
Þeir hafa verið með spænska þjálfara og hafa lært mikið á undanförnum árum. Þeir eru með þeim betri í heiminum í dag,“ sagði Elvar við mbl.is um egypska liðið.