Hélt að ég myndi aldrei gefa þessa einkunn

Mathias Gidsel í loftinu í leik Danmerkur og Þýskalands í …
Mathias Gidsel í loftinu í leik Danmerkur og Þýskalands í gærkvöld. AFP/Bo Amstrup

Daninn Mathias Gidsel er orðinn einn allra besti handknattleiksmaður heims og sýndi það í gærkvöld þegar Danir unnu Þjóðverja á afar sannfærandi hátt, 40:30, á heimsmeistaramótinu í Herning.

Gidsel skoraði tíu mörk í leiknum og var algjörlega óstöðvandi.

Kasper Hvidt, handboltasérfræðingur á TV2 í Danmörku, birti í gærkvöld einkunnagjöf sína fyrir leikinn á vef stöðvarinnar, með umsögnum um leikmennina. Hver og einn fékk einkunn frá 3 og upp í 8 og rökstuðningur fylgdi með.

Hvidt eyddi hins vegar ekki mörgum orðum í að lýsa frammistöðu skyttunnar. Þar stóð einfaldlega:

Mathias Gidsel: 10 (maður leiksins)
Ég hélt að ég myndi aldrei gefa þessa einkunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert