Velti því stundum fyrir mér hvort hann sé lifandi

Viggó Kristjánsson og Ýmir Örn Gíslason eru herbergisfélagar.
Viggó Kristjánsson og Ýmir Örn Gíslason eru herbergisfélagar. mbl.is/Eyþór

Ýmir Örn Gíslason og Viggó Kristjánsson eru herbergisfélagar á HM í handbolta. Sá fyrrnefndi kann afar vel við Viggó sem herbergisfélaga og ná þeir vel saman.

„Við Viggó erum herbergisfélagar og ég held þetta sé fimmta stórmótið okkar. Hann er indæll og rosalega gott að vera með honum. Við náum mjög vel saman.

Það heyrist varla í honum og stundum þarf ég að velta því fyrir mér hvort hann sé hreinlega lifandi. Hann hvorki hrýtur né andar hátt,“ sagði Ýmir kíminn við mbl.is. 

En myndi Ýmir vilja breyta einhverju í fari herbergisfélagans?

„Hann er full rólegur þegar við eigum að mæta eitthvert. Maður vill vera mættur 10-15 mínútum fyrir en þá er hann enn þá uppi í rúmi og ekkert að stressa sig. Hann kemur aldrei of seint en er samt aðeins of slakur,“ sagði Ýmir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert