Frakkar tóku brons eftir dramatík

Charles Bolzinger fagnar eftir að hann tryggði Frökkum bronsið.
Charles Bolzinger fagnar eftir að hann tryggði Frökkum bronsið. AFP/Jonathan Nackstrand

Frakkland hafði betur gegn Portúgal, 35:34, í bronsleik HM karla í handbolta í Bærum í dag eftir mikla dramatík á lokakaflanum.

Melvyn Richardson skoraði sigurmark Frakklands 17 sekúndum fyrir leikslok. Charles Bolzinger varði svo í síðustu sókn Portúgala og tryggði sigurinn.

Frakkar voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn og var staðan í hálfleik 19:17. Portúgal komst í 26:24 í seinni hálfleik en Frakkar jöfnuðu og var staðan 34:34 þegar mínúta var eftir. Richardson og Bolzinger reyndust svo hetjurnar.

Árangurinn er sá besti frá upphafi hjá Portúgal en liðið var að spila um verðlaun í fyrsta skipti á stórmóti.

Aymeric Minne skoraði tíu mörk fyrir Frakkland og Dylan Nahi sex. Francisco Costa skoraði átta mörk fyrir Portúgal og Victor Iturriza sjö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka