Ingvar: Allt fyrir liðið

Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí, sagði að landsliðsmennirnir verði að leggja allt í sölurnar til að ná góðum úrslitum í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí sem hefst í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld.

Ísland hefur aldrei mætt jafn sterkum andstæðingum á HM sem fram fer á hverju ári og er deildaskipt. Í fyrsta skipti er riðlunum tveimur í 2. deild raðað í sterkari og veikari riðil, A og B, og er Ísland í A-riðlinum eftir að hafa orðið í 3. sæti í sínum riðli í Króatíu í fyrra. Ísland kom upp úr 3. deild árið 2006 en Ísland sendi í fyrsta skipti landslið á HM í íshokkí árið 1999.

Ingvar Þór Jónsson reynir markskot í landsleik.
Ingvar Þór Jónsson reynir markskot í landsleik. mbl.is/Kristján Maack
mbl.is