Esja vann SA fyrir norðan

Esja er ríkjandi Íslandsmeistari
Esja er ríkjandi Íslandsmeistari mbl.is/Árni Sæberg

SA Víkingar og Esja áttust við í 2. umferð Hertz-deildarinnar í íshokkí í kvöld. Jafnt var 2:2 eftir fyrsta leikhlutann og þannig var staðan fram í miðjan annan leikhluta. Þá komst Esja í 3:2 og SA brenndi af víti í kvölfarið. Esja bætti svo við tveimur mörkum í leikhlutanum og komst í 5:2.

Heimamenn komust lítt áleiðis í lokaleikhlutanum þrátt fyrir snarpar sóknir. Esja bætti hins vegar við einu marki áður en heimamenn náðu að svara með tveimur mörkum á lokakaflanum. Unnu því Esjumenn sannfærandi 6:4.

Íslandsmeistarar Esjunnar byrja Íslandsmótið afar vel. Liðið vann SR 10:2 í fyrstu umferðinni og er því með fullt hús stiga. Liðið er vel mannað og hefur fengið mikinn liðsstyrk í Robbie Sigurðsson. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í kvöld og er kominn með sjö mörk til þessa. Nýi Bandaríkjamaðurinn í liði SA, Jordan Steger, skoraði þrennu og er því búinn að skora sex mörk í tveimur fyrstu leikjunum.

Mörk/stoðsendingar:

SA: Jordan Steger 3/0, Sigurður Sigurðsson 1/0, Jussi Sipponen 0/3, Björn Jakobsson 0/2, Ingvar Þór Jónsson 0/1, Andri Már Mikaelsson 0/1.  

Esja: Robbie Sigurðsson 4/0, Björn Róbert Sigurðarson 1/1, Andri Guðlaugsson 1/0, Andri Freyr Sverrisson 0/5, Hjalti Jóhannsson 0/2, Pétur Maack 0/1, Róbert Pálsson 0/1, Jón Óskarsson 0/1, Egill Þormóðsson 0/1.

Refsimínútur:

SA: 2 mín.

Esja: 4 mín.

SA 4:6 Esja opna loka
60. mín. SA Leik lokið Góður sigur Esjumanna
mbl.is