Björninn valtaði yfir SR

Björninn hafði betur gegn SR í kvöld.
Björninn hafði betur gegn SR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Björninn fór ansi illa með SR er liðin mættust í Hertz-deild karla í íshokkí í Egilshöll í kvöld. Þegar uppi var staðið hafði Björninn skorað tólf mörk gegn fjórum frá SR.

Staðan eftir 1. leikhluta var 4:2 og vann Björninn 2. leikhluta 2:1. Í þriðja og síðasta leikhlutanum valtaði Björninn hreinlega yfir SR og vann 6:1 og leikinn þar með 12:4. 

Artjoms Dasutins og Induss Edmunds skoruðu tvö mörk hvor fyrir Björninn. Alls skoruðu átta leikmenn eitt mark fyrir Grafarvogsliðið. Miloslav Racansky gerði tvö mörk fyrir SR. 

Björninn er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig en SR er á botninum og án stiga. 

mbl.is