Björninn enn á lífi eftir sigur á Esju

Esjumaðurinn Jan Semorad sækir að pökknum gegn Birninum í kvöld.
Esjumaðurinn Jan Semorad sækir að pökknum gegn Birninum í kvöld. mbl.is/Eggert

Björninn vann góðan 3:1-sigur á Esju í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og það var ekki fyrr en í blálokin sem Björninn skoraði þriðja markið og gulltryggði sér góð þrjú stig. 

Bæði lið fengu fín í upphafi leiks, en markmenn liðanna og þá sérstaklega Atli Snær Valdimarsson í marki Esju stóðu fyrir sínu. Á 12. mínútu komst Björninn verðskuldað yfir er Andri Helgason skoraði af löngu færi. Staðan var 1:0 í aðeins fimm mínútur því Egill Þormóðsson jafnaði leikinn á 17. mínútu og reyndist það síðasta mark 1. leikhlutans.

Annar leikhluti var ansi svipaður og sá fyrsti. Björninn fékk betri færi og skoraði að lokum. Kristján Albert Kristinsson sá um það á 24. mínútu. Þrátt fyrir fín tækifæri beggja liða, reyndist það eina mark 2. leikhluta og var staðan því 2:1 fyrir síðasta leikhlutann.

Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og fékk hvorugt liðið alvöru færi á fyrstu 10 mínútum hans. Fjórða mark leiksins kom þó, þremur mínútum fyrir leikslok. Ingþór Árnason skoraði það og tryggði Birninum sér 3:1-sigur. Það munar því átta stigum á Birninum og Esju í baráttunni um sæti í úrslitum.

Björninn 3:1 Esja opna loka
60. mín. Björninn Leik lokið Eftir reikistefnu, slagsmál og alls konar vitleysu, neita Esjumenn að spila síðustu mínútuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert