Bronsstrákarnir á leið á HM

U20 ára landslið Íslands sem fékk brons í Nýja-Sjálandi í …
U20 ára landslið Íslands sem fékk brons í Nýja-Sjálandi í fyrra. Ljósmynd/Facebook IHI

Íslenska U20 ára landslið karla í íshokkí er á leið til Búlgaríu þar sem liðið mun keppa í 3. deild heimsmeistaramótsins. Liðið keppti á HM í Nýja-Sjálandi í fyrravor en þar gerðu strákarnir sér lítið fyrir og komu heim með bronsverðlaun. 

Mótið fer fram í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, og leikur íslenska liðið fimm leiki á mótinu en dagskráin er sem hér segir:

Ástralía – Ísland, 22. janúar
Kína – Ísland, 23. janúar
Nýja-Sjáland – Ísland, 25. janúar
Ísrael – Ísland, 26. janúar
Búlgaría – Ísland, 28. janúar

Finninn Jussi Sipponen tók við liðinu í sumar af Emil Alengaard og honum til aðstoðar er Alexander Medvedev. Landsliðið sem hann valdi er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Arnar Hjaltested, SR – markvörður
Maksymilian Mojzyszek, Björninn – markvörður
Gunnar Arason, SA
Vignir Arason, Björninn
Hákon Árnason, SR
Jón Árnason, Björninn
Kristján Árnason, SA
Sölvi Atlason, SR
Einar Grant, SA
Bjartur Gunnarsson, SR
Gabríel Gunnlaugsson, Spanga
Jón Helgason, Björninn
Edmunds Induss, Björninn
Kristján Kristinsson, Björninn
Heiðar Kristveigarson, SA
Markús Maack, Esja
Axel Orongan, SA
Matthías Stefánsson, SA
Hilmar Sverrisson, Björninn
Sigurður Þorsteinsson, SA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert