Svekkjandi tap gegn heimamönnum

Íslenski hópurinn í Búlgaríu
Íslenski hópurinn í Búlgaríu Ljósmynd/ ÍHÍ

Íslenska U20 ára landslið karla í ís­hokkíi tapaði naumlega fyrir heimamönnum, 3:2, í síðasta leik sínum í 3. deild heims­meist­ara­móts­ins sem nú stend­ur yfir í Búlgaríu.

Edmunds Induss kom Íslandi í 1:0 með eina marki 1. leikhluta en Búlgararnir skoruðu eina marki 2. leikhluta og jöfnuðu leikinn. Axel Orongan kom Íslandi aftur yfir í 3. leikhluta en Búlgarar jöfnuðu tíu mínútum fyrir leikslok og skoruðu svo sigurmarkið í blálokin.

Ísland féll niður úr öðru sæti í það þriðja með tapinu, en getur fallið neðar eftir leik Kínverja og Ástrala sem leika síðasta leik mótsins síðar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert