Landsliðskona vekur athygli vestanhafs

Guðlaug Þorsteinsdóttir ásamt vini sínum, Hróbjarti Arnfinnssyni.
Guðlaug Þorsteinsdóttir ásamt vini sínum, Hróbjarti Arnfinnssyni. Ljósmynd/NHL.com

„Þetta er eins og kraftaverk, mig hefur dreymt um þetta í tæp tíu ár," sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkmaður í íshokkíi í samtali við heimasíðu NHL, bandarísku íshokkídeildarinnar, en hún fór á sinn fyrsta leik með Pittsburgh Penguins í janúar.

Hún hefur verið stuðningsmaður félagsins frá unglingsaldri og því um langþráðan draum að ræða.

Guðlaug vakti athygli fyrir plagg þar sem hún gaf til kynna að hún væri frá Íslandi. „Þetta er búið að vera frábær reynsla. Ég elska Pittsburgh en þetta er í fyrsta skipti sem ég heimsæki borgina."

Guðlaug spilar með sameinuðu liði Bjarnarins og SR, en hún hefur verið landsliðsmarkmaður frá 2011. Ásamt því er hún í stjórn Bjarnarins, sem spilar í svörtu, gulu og hvítu, eins og Pittsburgh. 

Fréttina má sjá með því að smella hér.

mbl.is