Sögulegri þátttöku Kóreu lokið

Sameiginlegt lið Kóreu fagnar marki sínu gegn Svíþjóð í dag.
Sameiginlegt lið Kóreu fagnar marki sínu gegn Svíþjóð í dag. AFP

Sam­eig­in­legt lið Norður- og Suður-Kór­eu í ís­hokkíi kvenna á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang vakti mikla athygli á leikunum, en þátttöku liðsins er nú lokið.

Um var að ræða fyrsta skiptið sem þjóðirn­ar tefla fram sam­einuðu liði. Full­trú­ar beggja þjóða ákváðu þetta fyr­ir leik­ana í viðræðum sem fram fóru á hlut­lausu svæði sem skil­ur á milli land­anna tveggja í von um aukna þíðu þeirra á milli.

Í dag spilaði Kórea við Svíþjóð í leiknum um 7. sætið en mátti sætta sig við stórtap, 6:1. Eftir leikinn stóðu áhorfendur hins vegar upp og klöppuðu liðinu lof í lófa.

Lið Kóreu spilaði fimm leiki á leikunum, fékk á sig 28 mörk og skoraði fimm mörk og hafnaði í 8. sæti af átta liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert