Ásynjur Íslandsmeistarar í íshokkí

Íslandsmeistarar kvenna í íshokkí, Ásynjur Skautafélags Akureyrar, sigri hrósandi með …
Íslandsmeistarar kvenna í íshokkí, Ásynjur Skautafélags Akureyrar, sigri hrósandi með Íslandsbikarinn í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ásynjur Skautafélags Akureyrar eru Íslandsmeistarar kvenna í íshokkí árið 2018. Þær lögðu Ynjur Skautafélags Akureyrar í oddaleik í Skautahöllinni á Akureyri nú í kvöld. Leiknum lauk með 4:3 sigri Ásynja en leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi og mátti minnstu muna að Ynjur næðu að jafna leikinn undir lokinn.

Ynjur komust yfir 1:0, en síðan komu fjögur mörk í röð frá Ásynjum. Það virtist ekkert fá Ásynjurnar stöðvað en tvö mörk, manni fleiri, hjá Ynjum í síðasta leikhlutanum gerði það að verkum að fjölmargir áhorfendur í Skautahöllinni á Akureyri voru farnir að naga á sér neglurnar undir lokinn. Gömlu brýnin í Ásynjum héldu þó út, lokatölur 4:3.

Titlarnir tveir í hokkíinu skiptast því bróðurlega á milli Akureyrarliðana. Ynjur eru deildarmeistarar og Ásynjur eru Íslandsmeistarar.

Mörk/stoðendingar Ynja:

Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Theresa Snorradóttir 1/0
Berglind Lefisdóttir 1/0
Ragnhildur Kjartansdóttir 0/1
Sunna Björgvinsdóttir 0/1

Mörk/stoðsendingar Ásynja:

Hrund Thorlacius 1/0
Birna Baldursdóttir 1/0
Anna Ágústsdóttir 1/0
Díana Björgvinsdóttir 1/0
Eva Karvelsdóttir 0/2
Guðrún Viðarsdóttir 0/2
Sarah Smiley 0/1
Arndís Sigurðardóttir 0/1
Alda Ólína Arnarsdóttir 0/1

Ynjur 3:4 Ásynjur opna loka
60. mín. Ásynjur Leik lokið 3:4 - ÁSYNJUR ERU ÍSLANDSMEISTARAR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert