Deildarmeistararnir unnu í markaleik

Liðsmenn SA tóku við bikarnum í kvöld.
Liðsmenn SA tóku við bikarnum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Deildarmeistarar SA unnu SR á heimavelli sínum í miklum markaleik í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld. Lokatölur urðu 7:5. 

Gestirnir frá SR, sem hafa enn ekki fengið stig í vetur, voru betri framan af og komust í 3:1 í 1. leikhlutanum. Eftir 2. leikhlutann var staðan hins vegar orðin 5:4 fyrir SA og tókst Akureyringum að tryggja sér sigurinn í 3. leikhlutanum. 

Jordan Steger hjá SA og Miloslav Racansky hjá SR skoruðu tvö mörk fyrir sín lið. Með sigrinum fór SA upp í 57 stig, en SR er sem fyrr á botninum án stiga. Esja og SA mætast í síðasta deildarleik á tímabilinu eftir viku og eftir það tekur við úrslitakeppnin á milli liðanna.

mbl.is