Íslendingar fá líklega bronsið

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí.
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí. Ljósmynd/ÍHÍ

Íslenska kvenna­landsliðið í ís­hokkíi hafnar líklega í þriðja sæti í B-riðli 2. deild­ar heimsmeistaramótsins í íshokkíi eftir 4:2 tap á móti Taív­an í lokaleik sínum á Spáni í dag.

Taív­an komst í 2:0. Flosrún Jóhannesdóttir minnkaði muninn í 2:1 í fyrir Ísland í öðrum leikhluta og snemma í þriðja leikhlutanum jafnaði Silvía Björgvinsdóttir metin. Taívan reyndist svo sterkara á lokasprettinum og tryggði sér sigur með því að skora tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins.

Spánn hefur tryggt sér sigur í deildinni og sæti í 2. deild A og er með 12 stig, Taívan fékk 12 stig, Ísland 8, Nýja-Sjáland er með 7 stig en Rúmenía og Tyrkland eru án stiga.

Nýja-Sjáland gæti náð bronsinu úr höndum íslensku kvennanna með sigri á Spáni síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert