„Rúnar plataði mig aftur inn“

Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Elvar Jónsteinsson er ekki alveg nýtt nafn í hokkíheiminum en hann varð í kvöld Íslandsmeistari í íshokkí eftir 18 ára hlé. Flest þau ár var hann reyndar ekkert að spila hokkí og í nokkur ár var hann að lýsa leikjum í úrslitakeppninni á sjónvarpsstöðinni N4. Líklega er hann betri lýsari en leikmaður en Elvar verður fertugur á árinu og tók skautana fram á nýjan leik á síðasta tímabili. Það var ekki úr vegi að spyrja Elvar örlítið út í þetta ævintýri hans.

Þú átt þér nokkuð merkilega sögu Elvar?

„Ég tók titil með Skautafélagi Reykjavíkur árið 2000 og hef verið fjarri svellinu í fjölmörg ár síðan. Ég hætti bara að spila, fór að ala upp börn . Svo bara opnaðist þetta í fyrra og í hokkíinu eru svo góðir strákar og þetta er svo gaman að ég er búinn að vera með tvö síðustu ár. Hér eru allir vinir mínir og gott að vera.. Ég var nú alveg freðinn í fyrra, var búinn að plana ferð til Flórída í miðri úrslitakeppninni þannig að ég missti af henni allri.

Af hverju eru menn að endast svona lengi í þessari íþrótt? Margir koma alltaf aftur til leiks og þú eftir margra ára hlé.

„Ég veit ekki alveg hvers vegna menn eru að endast svona lengi. Auðvitað eru menn vel varðir og þróunin er eins í t.d. NHL-deildinni. Menn fá góðar alhliða æfingar, góðar teygjur og annað þannig að það er hugsað vel um skrokkinn á leikmönnum. Ég var eiginlega spældur í þetta í fyrra. Ég var kominn í klassískt söngnám og svo vantaði í liðið fyrir fyrsta leik. Rúnar F hringdi í mig og sagði að hann ætlaði líka að vera með. Svo var það bara plat og ég hélt bara áfram því þetta var svo hrikalega gaman. Rúnar bara plataði mig aftur inn.Svo kemur bara í ljós hvort ég verði með á næsta tímabili“ sagði Elvar glaðbeittur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert