Auðvitað viljum við vinna alla

Vladimir Kolek, landsliðsþjálfari í íshokkí.
Vladimir Kolek, landsliðsþjálfari í íshokkí. mbl.is/Jóhann Ingi

Tékkinn Vladimír Kolek tók við af Svíanum Magnus Blårand sem þjálfari A-landsliðs karla í íshokkíi eftir heimsmeistaramótið í Galati í Rúmeníu á síðasta ári. Kolek lék í áraraðir í heimalandinu áður en hann hélt til Finnlands og Þýskalands, þar sem hann lék sem atvinnumaður í áratug. Leiðin lá svo aftur til Finnlands þar sem hann þjálfaði lengi í næstefstu deild. Nú er hann orðinn landsliðsþjálfari Íslands.

„Forráðamenn íshokkísambandsins höfðu samband við mig og við náðum fljótt saman,“ sagði Kolek í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Tilburg í Hollandi. Þar fer fram A-riðill 2. deildar heimsmeistaramótsins. Kolek viðurkennir að hann hafi ekki vitað mikið um íslenskt íshokkí áður en hann tók við.

„Ég vissi örfáa hluti. Ég vissi að Ísland væri í 2. deild og að landið væri fámennt og úrvalið af leikmönnum því frekar lítið. Ég vissi ekki ekki hversu sterkir leikmennirnir voru fyrr en ég kom til landsins og horfði á nokkra leiki. Ég hef líka horft á leiki á netinu og því veit ég mun meira núna en ég gerði fyrst.“

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag en Ísland mætir Ástralíu klukkan 11 í fyrsta leiknum á HM:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert