Daniel tekur við liði SR

Daniel Kolar á fullri ferð.
Daniel Kolar á fullri ferð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íshokkímaðurinn reyndi Daniel Kolar frá Tékklandi, sem hefur leikið hér á landi um árabil, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Skautafélagi Reykjavíkur.

Daniel hefur leikið hér á landi frá 2007 og var fyrstu fimm árin með SR en fór síðan yfir í Björninn og þaðan til Esju. Hann hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari, tvisvar með SR og einu sinni með Esju. Þá var hann framkvæmdastjóri Esju ásamt því að þjálfa hjá félaginu, og þjálfaði jafnframt yngri flokka hjá Birninum og hefur verið aðstoðarþjálfari U18 ára landsliðs pilta.

Þá hefur landi hans Miloslav Racanský verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Hann hefur verið leikmaður SR frá 2013 og þjálfað 3. flokk karla hjá félaginu undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert