Glatað og alveg ömurlegt

Aron Knútsson með pökkinn í kvöld.
Aron Knútsson með pökkinn í kvöld. Ljósmynd/Stefán Örn

„Þetta er glatað, hreinlega alveg ömurlegt. Við þurfum að rífa okkur í gang fyrir næsta ár og koma okkur strax upp aftur," sagði Aron Knútsson, landsliðsmaður í íshokkí í samtali við mbl.is eftir 5:2-tap á móti Serbíu í síðasta leik Íslands í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí. 

Ísland tapaði öllum fimm leikjum sínum á mótinu og féll þar af leiðandi úr A-riðli og niður í B-riðilinn. Aron var ekki sáttur við spilamennsku íslenska liðsins á mótinu. 

„Við náðum ekki að skora og það bitnaði oft á vörninni. Þegar við klikkuðum í sókninni komust liðin oft í skyndisóknir og við gerðum klaufaleg mistök í vörninni. Þessi lið eru með góða einstaklinga og mistök eru dýrkeypt."

Íslandi gekk bölvanlega að skora manni fleiri á mótinu á meðan andstæðingurinn skoraði mörg mörk er íslenska liðið var manni færri.

„Í kvöld vorum við fínir fyrstu tvær loturnar en í þriðju lotunni gerðist ekki neitt. Ég veit ekki hversu oft við vorum manni fleiri en við náðum ekki að setja pökkinn inn. Það á að vera auðveldara að skora manni fleiri en við höfum verið slakir."

Aron segir íslenska liðið þurfa vera harðar af sér, til að komast strax aftur upp í A-riðilinn. 

„Við þurfum að koma sterkir inn og spila okkar leik. Við höfum ekki verið að gera það á þessu móti. Við erum þekktir fyrir að vera hraðir og harðir og að það sé erfitt að spila á móti okkur en við höfum ekki sýnt það á þessu móti. Við þurfum að laga það," sagði Aron að endingu. 

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla