Svíar aftur heimsmeistarar

Svíar fagna heimsmeistaratitlinum í kvöld.
Svíar fagna heimsmeistaratitlinum í kvöld. AFP

Svíar urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí karla annað árið í röð þegar þeir sigruðu Sviss, 3:2, í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Kaupmannahöfn.

Filip Forsberg skoraði sigurmarkið í vítakeppni en staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma. Í venjulegum leiktíma skoruðu Gustav Nyqvist og Mika Zibanejad fyrir Svía en Nino Niederreiter og Timo Meier fyrir Sviss.

Þetta er besti árangur Svisslendinga í sögunni en þeir höfðu aldrei áður komist í undanúrslit á HM og aðeins tvívegis náð að komast í átta liða úrslit mótsins.

Bandaríkin fengu bronsverðlaunin með sigri á grönnum sínum Kanadamönnum, 4:1. Í fyrra unnu Svíar sigur á Kanada í úrslitaleiknum og Kanada hafði orðið heimsmeistari næstu tvö ár á undan, 2015 og 2016.

Liðin sem féllu út í átta liða úrslitum í ár voru Lettland, Tékkland, Rússland og Finnland en sextán lið leika jafnan í lokakeppninni. Slóvakía og Danmörk urðu númer 9-10, Frakkland og Þýskaland númer 11-12, Austurríki og Noregur númer 13-14 og Hvíta-Rússland og Suður-Kórea urðu neðst í riðlunum tveimur og töpuðu öllum sínum leikjum.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla