Lars Eller fór á kostum

Lars Eller leikmaður Washington Capitals á blaðamannafundi í nótt.
Lars Eller leikmaður Washington Capitals á blaðamannafundi í nótt. AFP

Daninn Lars Eller átti þátt í öllum mörkum Washington Capitals sem jafnaði úrslitarimmuna um Stanley-bikarinn gegn Vegas Golden Knights NHL-deildinni í íshokkí í nótt. Washington sigraði 3:2 og er staðan í rimmunni 1:1 en vinna þarf fjóra leiki til að verða meistari. 

Danir eru að verða æ meiri íshokkíþjóð og voru gestgjafar efstu deildar heimsmeistaramótsins á dögunum. Eller skoraði eitt mark og átti stoðsendingu í hinum tveimur hjá Washington sem vann sinn fyrsta úrslitaleik í sögu félagsins. Liðið komast einnig í úrslit 1998 en tapaði þá 0:4. 

James Neal skoraði fyrsta markið fyrir Las Vegas en Eller jafnaði fyrir Washington. Markamaskínan Alex Ovechkin kom Washington yfir en hann hefur skorað yfir 600 mörk í NHL á ferlinum. Brooks Orpik kom Washington í 3:1 en sá er varnarmaður og hafði ekki skorað í 220 leikjum. Shea Theodore minnkaði muninn fyrir Las Vegas í öðrum leikhluta en ekkert var skorað í síðasta leikhlutanum. 

Alex Ovechkin fagnar marki sínu í nótt.
Alex Ovechkin fagnar marki sínu í nótt. AFP

Ovechkin sagði við fjölmiðlamenn að leiknum loknum að Eller væri „eiginlega leynivopn liðsins.“ Mjög erfitt væri að leika gegn honum þegar hann hittir á góðan dag. Eller er sonur Olaf Eller sem var landsliðsþjálfari Íslands um tveggja ára skeið 2011-2012.  

Olaf Eller fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands
Olaf Eller fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert