„Erum mjög ánægðir“

Íslandsmeistarar SA eru búnir að ná í sín fyrstu stig …
Íslandsmeistarar SA eru búnir að ná í sín fyrstu stig í Evrópukeppni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við erum mjög ánægðir með þetta,“ segir Jóhann Már Leifsson, aðstoðarfyrirliði Skautafélags Akureyrar, en SA varð í gær fyrst íslenskra liða til að vinna leik í Evrópukeppni félagsliða í íshokkí.

Um er að ræða undankeppni Evrópubikarsins og vann SA 5:4-sigur, eftir vítakeppni, á búlgarska meistaraliðinu Irbis-Skate sem er á heimavelli í keppninni.

SA er í sinni fyrstu Evrópukeppni en UMFK Esja lék í sömu keppni fyrir ári og hafði þá eitt stig upp úr sínum þremur leikjum. SA fær tvö stig fyrir sigurinn í gær og mætir í dag Tyrklandsmeisturum Zeytinburnu frá Istanbúl sem eru efstir í riðlinum eftir 4:0-sigur á ísraelska meistaraliðinu Bat Yam. SA mætir Bat Yam í lokaumferðinni á sunnudag en aðeins efsta liðið kemst áfram í næstu umferð.

Sjá umfjöllun um leik þennan í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert