HM hefst í Laugardal

Styrmir Maack verður í eldlíunni með U20 ára landsliðinu í …
Styrmir Maack verður í eldlíunni með U20 ára landsliðinu í dag. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Ísland mætir Ástralíu klukkan 17 í dag í fyrsta leiknum í 3. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí pilta U20 ára en mótið fer fram í Skautahöllinni í Reykjavík og lýkur næsta sunnudag.

Ísland er einnig með Taívan og Tyrklandi í riðli en í hinum riðlinum eru Kína, Nýja-Sjáland, Búlgaría og Suður-Afríka. Sigurliðið vinnur sér sæti í 2. deild B. „Ég fékk alla sem ég vildi fá í verkefnið, það er enginn meiddur eða neitt slíkt. Ég held að þetta sé besta liðið sem við getum stillt fram á ísnum. Eina sem við stefnum að er að fara í alla leiki með það að markmiði að vinna þá,“ sagði Jussi Sipponen þjálfari íslenska liðsins en ítarlegt viðtal við hann er að finna á mbl.is/sport.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert