Gekk illa að gíra sig upp

Leikmenn Skautafélags Akureyrar fagna eftir að hafa tekið við Íslandsbikarnum ...
Leikmenn Skautafélags Akureyrar fagna eftir að hafa tekið við Íslandsbikarnum á heimavelli sínum í fyrrakvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Silvía Rán Björgvinsdóttir, leikmaður Skautafélags Akureyrar, viðurkennir að úrvalsdeild kvenna í ár hafi verið mjög skrítin en aðeins tvö lið léku í deildinni.

SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi kvenna á fimmtudaginn síðasta eftir 7:0-sigur gegn liði Reykjavíkur á Akureyri í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi.

„Það var frábært að klára þetta sannfærandi og það er alltaf gaman að vinna titil. Við höfum ekki verið að vinna jafnstórt í ár og undanfarin ár en í þessum úrslitaleik langaði okkur virkilega að vinna sannfærandi og vera starfinu hérna á Akureyri til sóma.“

Silvía er uggandi yfir gangi mála í íshokkíi kvenna en fyrir tveimur árum voru fjögur lið að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Sjá viðtal við Silvíu í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »