St. Louis Blues meistari í fyrsta sinn

Jordan Binnington markvörður St. Louis Blues með Stanley-bikarinn.
Jordan Binnington markvörður St. Louis Blues með Stanley-bikarinn. AFP

St. Louis Blues tryggði sér í nótt fyrsta NHL-meistaratitilinn í íshokkí þegar liðið vann Bost­on Bru­ins 4:1 í sjöunda úrslitaleik liðanna.

St. Louis Blues vann þar með einvígið 4:3 og eft­ir 52 ár í NHL-deild­inni, á fimmta þúsund leikja í deild­inni og á fjórða hundrað í úr­slita­keppn­inni, var fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins gríðarlegur þegar liðið tók á móti hinum eftirsótta Stanley-bikar.

Jordan Binnington markvörður St. Louis Blues var í miklu stuði en hann varði alls 32 skot í leiknum.

„Ég trúi því hvar ég er núna. Þetta er ótrúleg tilfinning. Okkur tókst það. Ég veit ekki beðið efti því að fara aftur til St.Louis og fagna með allri borginni,“ sagði Binnington eftir sigurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert