SA upp að hlið toppliðsins

SA hafði betur gegn Fjölni.
SA hafði betur gegn Fjölni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skautafélag Akureyrar gerði góða ferð til Reykjavíkur og vann 4:2-sigur á Fjölni í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld. Með sigrinum fór SA upp í 15 stig og upp að hlið Fjölnis í toppsætinu. 

Hafþór Sigrúnarson kom SA yfir með eina marki fyrstu lotunnar og Jóhann Már Leifsson bætti við öðru marki með eina marki annarrar lotu. 

Róbert Hafberg skoraði þriðja mark SA um miðbik þriðju lotunnar og skömmu síðar skoraði Sigurður Þorsteinsson fjórða markið. 

Michal Stoklosa og Hilmar Sverrisson minnkuðu muninn fyrir Fjölni í blálokin, en Fjölnismenn voru ekki líklegir til að jafna metin. 

Bæði lið eru með 15 stig, en Fjölnir hefur leikið sjö leiki og SA sex. SR er án stiga á botninum eftir sjö leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert