Reykjavík vann í mögnuðum níu marka leik

Reykjavík vann góðan sigur á SA í kvöld.
Reykjavík vann góðan sigur á SA í kvöld. Ljósmynd/Þórir

Reykjavík hafið betur gegn SA, 5:4, er liðin mættust í Skautahöll Reykjavíkur í Hertz-deild kvenna í íshokkí í kvöld. Reykjavík hefur unnið tvo leiki liðanna þar sem af er leiktíðar, en SA er með fjóra vinninga. Liðin eru þau einu sem leika í deildinni á tímabilinu. 

Reykjavík byrjaði betur og Laura Murpyhy skoraði fyrsta markið í upphafi leiks. Hilma Bergsdóttir svaraði fyrir SA, en Alexandra Hafsteinsdóttir kom Reykjavík aftur yfir. Aftur svaraði SA hins vegar því Kolbrún Garðarsdóttir jafnaði metin á 19. mínútu og var staðan eftir fyrstu lotuna 2:2. 

Anna Ágústsdóttir kom SA yfir snemma í annarri lotu en Sigrún Árnadóttir jafnaði á 35. mínútu. SA átti lokaorðið í lotunni því Teresa Snorradóttir kom Akureyrarliðinu í 4:3 á 37. mínútu og þannig var staðan fyrir þriðju og síðustu lotuna. 

Sigrún Árnadóttir jafnaði í 4:4 á 44. mínútu með sínu öðru marki og hún bætti við þriðja markinu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og tókst gestunum ekki að svara eftir það. 

Eftir sex leiki er SA með þrettán stig og Reykjavík með fimm. Liðin mætast alls tíu sinnum í deildarkeppninni og fer sjöundi leikurinn fram 14. desember á Akureyri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert