Hópurinn fyrir undankeppni Ólympíuleikanna klár

Ísland tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikanna.
Ísland tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikanna. Ljósmynd/Stefán

Vladimir Kolek og Sami Lehtinen, landsliðsþjálfarar karla í íshokkíi, hafa valið lokahópinn sem tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikanna 2022 í Rúmeníu 12.-15. desember 2019.

Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Rúmenía, Ísrael og Kirgistan. Sigurvegarar riðilsins taka þátt í þriðju umferð undankeppninnar í febrúar á næsta ári.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Kirgistan fimmtudaginn 12. desember klukkan 13, annar leikurinn gegn Ísrael er daginn eftir á sama tíma og er lokaleikurinn gegn Rúmeníu klukkan 17 næstkomandi sunnudag. 

Allir leikir undankeppninnar verða í beinni útsendingu á streymisrás Alþjóðaíshokkísambandsins og má finna allar upplýsingar um liðin og keppnina hér.

Landslið Íslands í undankeppni Ólympíuleikanna 2022:

 • Dennis Mikael Hedström
 • Jóhann Björgvin Ragnarsson
 • Ingvar Þór Jónsson
 • Sigurður Freyr Þorsteinsson
 • Róbert Freyr Pálsson
 • Vignir Freyr Arason
 • Gunnar Aðalgeir Arason
 • Atli Þór Sveinsson
 • Bjarki Reyr Jóhannesson
 • Andri Már Mikaelsson
 • Jóhann Már Leifsson
 • Hafþór Andri Sigrúnarson
 • Kristján Árnason
 • Sölvi Freyr Atlason
 • Miloslav Racansky
 • Ólafur Hrafn Björnsson
 • Kristján Albert Kristinsson
 • Axel Snær Orongan
 • Robbie Michael Sigurdsson
 • Heiðar Örn Kristveigarson
 • Egill Birgisson

Ingvar Jónsson er fyrirliði og Robbie Sigurdsson og Róbert Freyr Pálsson aðstoðarfyrirliðar.

Liðsstjóri Sigurður Sveinn Sigurðsson

Tækjastjóri Leifur Ólafsson

Sjúkraþjálfari Emanuel Sanfilippo

mbl.is