Ólympíudraumur Íslands á enda

Ísland átti ekki möguleika í Rúmeníu.
Ísland átti ekki möguleika í Rúmeníu. Ljósmynd/Rúmenska íshokkísambandið

Ólympíudraumur íslenska karlalandsliðsins í íshokkí er á enda eftir að liðið fékk 10:1-skell gegn Rúmeníu í hreinum úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í 3. umferð undankeppninnar. 

Ísland vann Kirgistan og Ísrael í fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, en heimamenn í Rúmeníu voru allt of sterkir.

Staðan eftir fyrstu lotu var 4:0 og Rúmenar unnu aðra lotu með sömu markatölu. Bættu þeir við tveimur mörkum í fjórðu lotu, áður en Egill Birgisson lagaði stöðuna örlítið undir lokin. 

Ísland endar í öðru sæti riðilsins og er úr leik á meðan Rúmenía fer áfram í þriðju umferð. 

mbl.is