Ísland á toppnum með fullt hús

Íslenska liðið er með fullt hús stiga.
Íslenska liðið er með fullt hús stiga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland vann sterkan 5:2-sigur á Mexíkó í öðrum leik sín­um í 3. deild karla á heims­meist­ara­móti 20 ára og yngri í ís­hokkí, en leikið er í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ísland vann Búlgaríu í gær og er því með fullt hús stiga og í toppsæti riðilsins. 

Sölvi Freyr Atlason skoraði fyrsta mark Íslands með eina marki fyrstu lotunnar. Axel Snær Orongan, Gunnar Aðalgeir Arason og Atli Þór Sveinsson komu Íslandi í 4:0 í annarri lotu, áður en Mexíkóar minnkuðu muninn í 4:2 fyrir síðustu lotuna. 

Í þriðju og síðustu lotunni var íslenska liðið hins vegar sterkara og Heiðar Örn Kristveigarson skoraði eina mark lotunnar og gulltryggði íslenskan sigur. 

Ísland mætir Nýja-Sjálandi á fimmtudaginn kemur, en Nýja-Sjáland tapaði fyrir Mexíkó í gær, 0:5. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert