Akureyringar deildarmeistarar

Andri Már Mikaelsson, fyrirliði SA, fagnar deildartitlinum í leikslok.
Andri Már Mikaelsson, fyrirliði SA, fagnar deildartitlinum í leikslok. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skautafélag Akureyrar varð í kvöld deildarmeistari karla í íshokkí eftir 5:3-sigur á Fjölni á heimavelli í Hertz-deildinni. SA er nú með 36 stig, 15 stigum meira en Fjölnir. 

Einhver skrekkur virtist vera í Akureyringum því Kristján Kristinsson og Orri Valgeirsson komu Fjölni í 2:0 í fyrstu lotu. Jóhann Már Leifsson og Einar Grant jöfnuðu fyrir SA, en Kristján skoraði sitt annað mark undir lok fyrstu lotunnar og sá til þess að Fjölnir færi með 3:2-forskot til búningsklefa. 

Aðeins eitt mark var skorað í annarri lotu og það gerði landsliðsfyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson, en hann er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í íshokkí. Sigurður Þorsteinsson skoraði fjórða mark SA í þriðju lotunni og Andri Mikaelsson gulltryggði 5:3-sigur með marki undir lokin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert