Eins og allt sumarið hjá okkur: stöngin út““

Ingvar Jónsson markmaður Víkinga.
Ingvar Jónsson markmaður Víkinga. mbl.is/Bjarni Helgason

„Mér finnst við vera spila sama leikinn tíunda skiptið í röð þegar við náum ekki að skora, klúðrum dauðafærum, lendum undir og erum að elta svo þetta var eins og sagt hefur verið um þetta tímabil hjá okkur – stöngin út,  sagði Ingvar Jónsson markvörður Víkinga sem lagði sannarlega sitt af mörkum þegar þeir sóttu Fylkir heim í Árbæinn í kvöld en það dugði ekki til og Fylkir vann 2:1 þegar liðin mættust í í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni.

„Mér fannst við á löngum köflum spila vel, hreyfðu Fylkismenn vel og náðum að opna.  Þó ég muni ekki fjölda færa hjá liðinum fannst mér við alltaf vera nokkuð líklegir til að skora en okkur hefur samt skort að skapa okkur betri færi.“

Spurður hvort biðin eftir sigri hafi áhrif á leikmenn sagði hann svo vera.   „Svoleiðis er það hjá öllum liðum, það er langt síðan við unnum leik og mönnum líður oft eins og boltinn sé alltaf stöngin út.  Það er erfitt að snúa því en við þurfum bara að halda áfram og trúa því að þetta fari að ganga.  Við þurfum bara einn blessaðan sigurleik, þá gæti þetta snúist en þetta getur verið erfitt fyrir hausinn á mönnum.  Ekki gott að gleyma hvernig er að vinna fótboltaleik.

Í lokin brá Ingvar sér í sóknina þegar Víkinga gáfu allt fyrir sigurmarkið, það gekk ekki en Árbæingum tókst ekki að færa sér það í nyt.  „Við þurftum að gefa allt í þetta og það þurfti að reyna hjálpa til við að skora mark en það gekk ekki og er mjög svekkjandi.  Ég var orðin svo þreyttur í lokin að ég nennti varla að hlaupa til baka en hinir voru tilbúnir að sjá um þetta,“  bætti Ingvar við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert