Landsliðskona framlengdi á Hlíðarenda

Elísa Viðarsdóttir verður áfram í herbúðum Vals.
Elísa Viðarsdóttir verður áfram í herbúðum Vals. mbl.is/Íris

Knattspyrnukonan Elísa Viðarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Val. Elísa er 29 ára varnarmaður sem kom til Vals fyrir tímabilið 2016 frá Kristianstad en hún er uppalin hjá ÍBV.

Elísa hefur leikið 48 leiki í efstu deild með Val og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hún leikið 38 landsleiki, þann síðasta gegn Úkraínu í mars á þessu ári.

Bakvörðurinn lék fjórtán leiki í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Elísa er í landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í undankeppni EM í lok nóvember og byrjun desember, en íslenska liðið er í hörðum slag um sæti á lokamóti EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert