Við erum betri en þetta

Jannik Pohl á Framvellinum í dag. Hann er fjórði frá …
Jannik Pohl á Framvellinum í dag. Hann er fjórði frá hægri, í baráttu við Sindra Kristinn Ólafsson markmann. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Jannik Pohl, danski framherjinn í liði Fram, skoraði tvö mörk á Framvellinum í dag en var engu að síður í tapliðinu enda fengu heimamenn á sig átta mörk í 8:4-tapi gegn Keflavík í 22. umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu.

„Við erum betri í vörn en þessi leikur gefur til kynna. Við erum betri en þetta. Þetta var auðvitað ekki góður leikur, og við fáum á okkur tvö mörk úr hornspyrnum. Það er ekki bara vörnin sem verst þar, heldur allt liðið saman,“ sagði Daninn í samtali við mbl.is strax að leik loknum.

„Ég veit að við erum með gott lið og góða vörn. Þetta var ekki góður dagur en við þurfum að gleyma þessu, þetta er bara einn leikur. Við höfum átt gott tímabil og getum gert það enn betra með því að standa okkur í þessum síðustu fimm leikjum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert