Frítt inn á upphafsleikina í íshokkí

Axel Orongan, leikmaður SR.
Axel Orongan, leikmaður SR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Um komandi helgi hefst keppni í úrvalsdeildum karla og kvenna í íshokkí, Hertz-deildunum, og verður frítt inn á upphafsleiki beggja deilda.

Báðir upphafsleikirnir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal.
 
Á föstudag mætast SR og Fjölnir í Hertz-deild kvenna klukkan 19.45.

Á laugardag tekur SR sömuleiðis á móti Fjölni í Hertz-deild karla. Sá leikur hefst klukkan 17.45.
 
Frítt verður inn á báða leikina í boði BeActive, íþróttaviku Evrópu.

mbl.is