Öruggur sigur SA gegn Fjölni

Andri Mikaelsson fyrirliði SA í leiknum í kvöld.
Andri Mikaelsson fyrirliði SA í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skautafélag Akureyrar vann þægilegan sigur gegn Fjölni, 7:1, í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í Hertz-deild karla í íshokkí í dag. Leikurinn var spilaður í Skautahöllinni á Akureyri.

SA leiddi 2:0 eftir fyrsta leikhluta og 6:0 eftir annan leikhluta, en þriðji og síðasti leikhlutinn endaði 1:1.

SA er nú með þrjú stig eftir sigur í fyrsta leik en Fjölnir er með eitt stig eftir að hafa spilað þrjá leiki.

mbl.is