SA marði Fjölni

Eva Karvelsdóttir (nr. 4) í leik með íslenska landsliðinu.
Eva Karvelsdóttir (nr. 4) í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistarar SA unnu nauman 1:0-sigur á Fjölni þegar liðin mættust í hörkuleik í skautahöll Akureyrar í úrvalsdeild kvenna í íshokkíi, Hertz-deildinni, í kvöld.

Eva María Karvelsdóttir skoraði sigurmarkið eftir sendingu Jónínu Margrétar Guðbjartsdóttur. Markið kom eftir tæplega fimm mínútna leik í fyrstu lotu.

Ekkert var skorað í annarri og þriðju lotu og eins marks sigur því niðurstaðan.

Fjölnir er áfram á toppi deildarinnar með 18 stig en SA kemur þar á eftir með 9 stig og á auk þess fimm leiki til góða á Fjölni.

mbl.is