SA lagði Fjölni á Akureyri

Herborg Geirsdóttir skoraði þriðja möak SA í dag.
Herborg Geirsdóttir skoraði þriðja möak SA í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

SA tók á móti Fjölni í úr­vals­deild kvenna í ís­hokkíi, Hertz-deild­inni, í skauta­höll Ak­ur­eyr­ar í kvöld og hafði bet­ur, 4:1.

Í fyrstu lotu kom Jónína Guðbjartsdóttir kom Akureyringum yfir á 13. mínútu. Sigrún Árnadóttir jafnaði þó skömmu síðar og 1:1 var staðan að fyrstu lotu lokinni. 

Ekkert var skorað í annarri lotu og því allt í járnum er að þeirri þriðju kom. Þar voru þá SA-konur mun sterkari og settu þrjú mörk. Þar voru Hilma Bergsdóttir, Herborg Geirsdóttir og Gunnborg Jóhannsdóttir að verkum.

SA er nú með 12 stig eftir fjóra leiki, fullt hús stiga. Fjölnir er þó enn á toppnum með átján stig en hefur leikið fimm leikjum meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert