Fjölnir og Fylkir skildu jafnir, 1:1, í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta í Grafarvoginum í kvöld.
Árni Steinn Sigursteinsson kom Fjölni yfir á 15. mínútu og var staðan 1:0 allt þar til á 80. mínútu þegar Orri Sveinn Segatta skoraði og þar við sat.
Fylkir er í öðru sæti deildarinnar með fimm stig. Fjölnir er í níunda sæti með tvö.