Stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar á förum frá Ísafirði

Forsvarsmenn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, KFÍ, hafa leyst Bandaríkjamanninn Adam Spanich undan samningi sínum við félagið en hann hefur leikið 10 leiki með liðinu í Intersportdeildinni og skoraði að meðaltali 30,5 stig að meðaltali, tók 9,3 fráköst í leik, 2,3 stoðsendingar og 1,2 varið skot. KFÍ er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 4 stig og hefur aðeins lagt ÍR að velli á Ísafirði 27. nóvember s.l. og Þór Þorlákshöfn á útivelli þann 31.október. Spanich hefur því skorað tæplega 1/3 af stigum KFÍ í síðastliðnum 10 leikjum í Intersportdeildinni, en hann var sá leikmaður í deildinni sem skoraði mest að meðaltali.

mbl.is