Klárt hvaða lið mætast í undanúrslitum

Álftanes leikur í undanúrslitum í fyrsta skipti.
Álftanes leikur í undanúrslitum í fyrsta skipti. mbl.is/Eyþór

Átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta lauk í kvöld þegar Garðabæjarliðin Álftanes og Stjarnan fögnuðu sigri í einvígum sínum.

Álftanes vann Njarðvík og Stjarnan sló ÍR úr leik. Grindavík sló Val úr leik í gær og deildarmeistarar Tindastóls unnu Keflavík, 3:0.

Tindastóll og Álftanes eigast við annars vegar og Stjarnan og Grindavík hins vegar. Tindastóll og Stjarnan enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar og Grindavík og Álftanes í fimmta og sjötta.

Fyrstu leikir einvíganna fara fram á Sauðárkróki og í Stjörnuheimilinu næstkomandi mánudagskvöld.

Undanúrslit:

Tindastóll – Álftanes

Stjarnan - Grindavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert