Darrell Flake í Skallagrím

Skallagrímur úr Borgarnesi, sem lék til úrslita á Íslandsmótinu í körfuknattleik síðastliðið vor, hefur skrifað undir samning við Bandaríkjamanninn Darrell Flake og mun hann leika með liðinu næsta vetur. Flake lék síðast með Fjölni tímabilið 2004-2005 við góðan orðstír, en varð að hætta á miðju tímabili sökum hnjámeiðsla.

Að sögn Vals Ingimundarsonar, þjálfara liðsins, fór Flake í speglun nýlega og ætti að vera kominn í gott leikform fyrir tímabilið. George Byrd, sem lék með liðinu á síðustu leiktíð, ætlar að leita fyrir sér annars staðar en Makedóníumennirnir Jovan Zdravevski og Dimitar Karadzovski verða áfram með liðinu. Þá er óvíst hvort Axel Kárason geti leikið áfram með liðinu en hann stefnir á nám erlendis en það mun koma í ljós á næstu dögum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »