Denver, Dallas og Golden State eru öll jöfn

Baron Davis og félagar hans úr Golden State lögðu Dallas ...
Baron Davis og félagar hans úr Golden State lögðu Dallas í nótt. Reuters

Golden State Warriors lagði Dalla Mavericks 114:104 í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en liðin eru í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í úrslitum Vesturdeildar. Denver, Golden State og Dallas eru öll jöfn í sjöunda sæti Vesturdeildar þegar níu leikir eru eftir af deildarkeppninni. Monta Ellis skoraði 30 stig fyrir Golden State en Josh Howard var með 36 stig fyrir Dallas sem lék án Dirk Nowitzki.

Úrslit frá því í nótt: 

Boston – Miami 88:62

LA Lakers – Washington 126:120

Golden State – Dallas 114:104

Warriors 114, Mavericks 104

San Antonio – Houston 109:88

Minnesota – Utah 110:103

Atlanta – New York 114:109

Toronto – New Orleans 111:118

Cleveland – Philadelphia 91:88

Seattle – Sacramento 107:120

mbl.is

Bloggað um fréttina